Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023
Aðstæður á verðbréfamörkuðum voru nokkuð sveiflukenndar á árinu 2023. Til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu hækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína í 9,25% en þær hækkanir höfðu áhrif bæði á innlendan skuldabréfa- og hlutabréfamarkað sem átti erfitt uppdráttar á árinu. Erlendir markaðir áttu hins vegar gott ár og skiluðu sjóðnum góðri ávöxtun. Afkoma sjóðsins á árinu var því betri en útlit var fyrir framan af á árinu en nafnávöxtunin endaði í 10,6% og raunávöxtun var 2,4%.
Ávarp stjórnarformanns
Starfsemi sjóðsins gekk vel á þessu ári. Afkoma sjóðsins var betri en útlit var fyrir og hefur ávöxtun sjóðsins síðustu ár almennt verið góð.
Stefnum á sjálfbærni
Brú lífeyrissjóður vill hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið með því að innleiða sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi. Það tekur fyrst og fremst til fjárfestinga sjóðsins en þar teljum við að mestu áhrifin og tækifærin liggi.
Afkoma ársins
Afkoma sjóðsins var góð og var viðsnúningur í fjárfestingatekjum eignarhluta frá fyrra ári.
Ársreikningur
Stjórn Brúar samþykkti ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023 á stjórnarfundi þann 22. apríl 2024.