Forsíða
2.3 Sjálfbær lífeyrissjóður

UFS - þætt­ir

Sjálfbærniuppgjör sjóðsins 2023 hefur að geyma upplýsingar um áhrif starfseminnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Sjálfbærniuppgjörið

Uppgjörið er unnið að starfsfólki sjóðsins og byggir á upplýsingum sem safnað hefur verið yfir árið með umhverfishugbúnaðinum Klappir EnviroMaster. Sjálfbærniuppgjörið er unnið í samræmi við leiðbeiningar Nasdaq frá 2019 og meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar.

Sjálfbærniuppgjörið er unnið í samræmi við meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar

Umhverfið

Brú lífeyrissjóður vill starfa í sem mestri sátt við umhverfið og draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á náttúruna, ásamt því að vinna að stöðugum framförum á þessu sviði.

Samstarf og grænar lausnir

Á árinu hélt sjóðurinn áfram samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir Grænar Lausnir sem þróar stafrænar umhverfisstjórnunarlausnir. Sá hugbúnaður mun auðvelda sjóðnum að fylgjast með frammistöðu eignasafnsins með tilliti til UFS-þátta.

Losun gróðurhúsalofttegunda

Losun gróðurhúsalofttegunda er skipt í þrjú umföng samkvæmt aðferðafræði Greenhouse Gas Protocol. Umfang 1 er öll sú losun sem er skilgreind sem bein losun, meðal annars losun vegna framleiðslu á vörum eða vegna bruna á eldsneyti í bifreiðum. Umfang 2 nær yfir óbeina losun vegna hitaveitu og rafmagns. Umfang 3 inniheldur aðra óbeina losun sem fellur innan virðiskeðju sjóðsins, t.d. vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu, viðskiptaferða og/eða úrgangs.

Losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu vegur þyngst í heildarlosuninni

Losun GHL202320222021Eining
Umfang 1000tCO2í
Umfang 21,31,51,8tCO2í
Umfang 310,38,512,4tCO2í
Kolefnisspor11,69,914,2tCO2í

Öll losun sjóðsins flokkast sem óbein losun

Kolefnisspor 2023

Kolefnisspor sjóðsins er reiknað í hugbúnaðarkerfi Klappa sem safnar gögnum frá upprunastað gagna eins og núverandi tækni leyfir og tryggir rekjanleika. Helstu niðurstöður uppgjörsins eru að kolefnisspor eða heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri sjóðsins nemur 11,64 tonnum koltvísýringsígilda (tCO2í). Losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu vegur þyngst í heildarlosuninni eða um 65% af allri losun.

Kolefnisspor sjóðsins er11,64tCO2í

Losunarkræfni

Losunarkræfni sýnir heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við helstu úttaksstærðir rekstursins. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er sett í samhengi við orkunotkun, stöðugildi og fjölda fermetra.

Losunarkræfni GHL202320222021Einingar
Orka796174kgCO2í/MWst
Starfsfólk459397542kgCO2í/stöðugildi
Heildarrými242029kgCO2í/m2

Kolefnishlutlaus fyrir árið 2030

Unnið er að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í samræmi við loftslagsmarkmið sjóðsins og stefnt er að kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. Sjóðurinn stuðlar að kolefnishlutleysi með því að styrkja kolefnisverkefni innanlands vegna reksturs ársins 2023 sem samsvarar allri losun GHL.

Orkunotkun

Orkunotkun sjóðsins er vegna hitunar og notkunar rafmagns í starfsstöðinni að Sigtúni 42 í Reykjavík. Sjóðurinn á fjórðungshlut í eigninni og deilir því orkunotkun með öðrum eigendum fasteignarinnar. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá heildarorkunotkun setta í samhengi við fermetra og stöðugildi.

Umfang 2202320222021Eining
Rafmagn0,20,30,3tCO2í
Hitaveita1,11,21,4tCO2í
Losun1,31,51,7tCO2í

Sorpflokkun

Flokkunarhlutfall sjóðsins var 79% árið 2023 og hækkaði úr 70% frá árinu áður. Sjóðurinn hafði sett sér það markmið að ná 80% flokkunarhlutfalli árið 2023 sem náðist því miður ekki. Markmiðið fyrir árið 2030 er að ná 95% flokkunarhlutfalli og stefnir sjóðurinn ótrauður á að ná því hlutfalli. Hluti af markmiðinu er að lágmarka almennt sorp ásamt því að draga úr heildarmagni úrgangs sem fellur til vegna rekstursins.

Markmiðið 2023 var80%flokkunarhlutfall

Flokkunarhlutfall

fyrir hvern mánuð árið 2023

Úrgangur á hvern starfsmann á árinu 2023 var 96 kg, samanborið við 107 kg á árinu 2022. Stærsti hluti úrgangs á árinu 2023 var blandaður úrgangur og blandaður pappír.

Skipting úrgangs árið 2023

Vilji er til að framlengja lífdaga tölvu- og skrifstofubúnaðar sem ekki nýtist lengur í starfsemi sjóðsins. Tölvubúnaði er fundið nýtt hlutverk hjá nýjum eigendum í samstarfi við þjónustufyrirtækið Þekkingu og húsbúnaður er seldur eða gefinn í samstarfi við Efnisveituna.

Samgöngur og viðskiptaferðir

Ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega mest í kolefnisspori sjóðsins eða um 65% af heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2í). Sjóðurinn vill leggja sitt af mörkum til að draga úr þessari losun og hvetur því starfsfólk til að nýta heilsusamlega og vistvæna samgöngumáta. Meðal aðgerða til þess að ýta undir slíka þróun er samgöngustyrkur sem starfsfólki sjóðsins býðst að nýta sér.

Á árinu 2019 hafði sjóðurinn forgöngu um að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla við Sigtún 42 sem nýtist starfsfólki sjóðsins.

Á árinu 2023 voru aðeins farnar tvær viðskiptaferðir erlendis. Ráðstefnur, fundir og viðburðir eru nú oft haldnir með fjarfundarbúnaði. Sú breyting hefur þegar orðið til þess að fækka viðskiptaferðum og búast má við að það sé varanleg þróun.

Á árinu 2023 voru aðeins farnar tvær viðskiptaferðir

Félagslegir þættir

Brú leitast við að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð starfsfólks. Sjóðurinn framfylgir jafnréttisstefnu í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og rétt kynjanna.

Mannauður

Markmið sjóðsins er að skapa jákvætt og drífandi starfsumhverfi og verða þannig eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæft og metnaðarfullt starfsfólk.

Á árinu 2023 störfuðu að meðaltali 25,3 hjá sjóðnum og voru 69% konur og 31% karlar. Stjórnendur sjóðsins eru 5 og eru þeir allir konur.

Á árinu hættu tveir starfsmenn, þar af voru einn starfsmaður að ljúka sinni starfsævi. Ekkert vinnuslys var á árinu.

Jafnrétti fyrir alla

Rík áhersla er lögð á jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna ásamt því að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar eða af öðrum ástæðum.

Sjóðurinn er með jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85-staðlinum. Vottunin nær til alls starfsfólks sjóðsins. Hún staðfestir að sjóðurinn hefur komið sér upp kerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu kerfisbundnar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Vottunin leiddi í ljós að það er enginn óútskýrður kynbundinn launamismunur hjá sjóðnum.

Sjóðurinn er með jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85-staðlinum

Hollur og fjölbreyttur matur

Starfsfólk sjóðsins hefur fjölbreytt val um hollan og næringarríkan hádegismat þar sem meðal annars er gott úrval af grænmetis- og veganréttum en jafnframt eru í boði ferskir ávextir og grænmeti. Lagt er upp með að starfsfólk taki með sér heim afganga til að lágmarka matarsóun.

Heilsa og vellíðan

Starfsfólk er hvatt til að huga að heilsunni með margvíslegum hætti eins og með þátttöku í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Boðið er upp á líkamsræktarstyrk og umhverfisvænn ferðamáti er verðlaunaður með samgöngustyrk. Til viðbótar hafa verið haldin regluleg fræðsluerindi tengd andlegri og líkamlegri heilsu. Sjóðurinn tekur einnig þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu starfsfólks og fjölskyldu þeirra.

Starfslokanámskeið og vinnustaðakynningar

Sjóðurinn býður sjóðfélögum námskeið um starfslok til að undirbúa breytingarnar sem þá verða. Á námskeiðinu er farið yfir lífeyrisréttindi sjóðfélaga hjá sjóðnum og Tryggingastofnun ríkisins. Einnig býður sjóðurinn upp á vinnustaðakynningar þar sem þátttakendur fá yfirsýn yfir lífeyrismál.

Sjóðurinn býður upp á vinnustaðakynningar þar sem þátttakendur fá yfirsýn yfir lífeyrismál

Traustir stjórnarhættir

Stjórn og stjórnendur sjóðsins leggja áherslu á að hafa góða stjórnarhætti að leiðarljósi í öllum verkum sínum.

Starfsreglur stjórnar

Sjóðurinn hefur sett sér starfsreglur í samræmi við 51. gr. reglna um ársreikninga lífeyrissjóða nr. 335/2015. Við mótun stjórnarhátta hefur verið stuðst við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út. Sjóðurinn telur að góðir stjórnarhættir og skilvirk innri og ytri samskipti séu undirstaðan fyrir sjálfbærum og farsælum rekstri.

Sjóðurinn telur að góðir stjórnarhættir séu undirstaðan fyrir sjálfbærum og farsælum rekstri

Siðareglur

Sjóðurinn hefur sett sér siðareglur með það að markmiði að koma á góðum starfsháttum, gæta að hagsmunum sjóðfélaga, tryggja að viðskipti séu stunduð af heilindum, koma í veg fyrir spillingu og mútur og hlúa að orðspori sjóðsins.

Verklagsreglur um verðbréfaviðskipti starfsfólks og stjórnar

Undir reglurnar falla stjórn sjóðsins, nefndir og tilteknir einstaklingar í hópi starfsfólks, auk fjölskyldna þeirra, og er þeim ætlað að tryggja vandaða starfshætti sem stuðla að trúverðugleika og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Framangreindir aðilar þurfa að upplýsa sjóðinn um eignir sínar í fjármálagerningum þegar þeir hefja störf og upplýsa um breytingar á þeirri eign á starfstíma sínum.

Peningaþvætti  

Sjóðurinn hefur sett sér reglur á grundvelli laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með reglunum er leitast við að koma í veg fyrir að sjóðurinn verði notaður til að þvætta fjármuni eða fjármagna hryðjuverkastarfsemi.

Ábyrgar fjárfestingar

Sjóðurinn hefur sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem setur siðferðisleg viðmið fyrir fjárfestingar sjóðsins. Sjóðurinn leggur áherslu á að fjárfestingar hans uppfylli kröfur um samfélagslega ábyrgð, góða stjórnarhætti og sjálfbærni. Ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum þjónar hagsmunum bæði fjárfesta og samfélagsins.

Brú ávaxtar fjármuni sjóðfélaga með heildarhagsmuni þeirra að leiðarljósi og leggur áherslu á faglega nálgun við fjárfestingarákvarðanir sínar. Að auki lítur sjóðurinn til viðmiða Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN Principles for Responsible Investment (PRI)).

Sjóðurinn er í samstarfi við eftirtalin samtök og fyrirtæki sem stuðla með einum eða öðrum hætti að ábyrgum og sjálfbærum fjárfestingum.

  • Iceland SIF – sjálfstæður umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar
  • Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
  • Climate Investment Coalition (CIC) – alþjóðleg samtök sem stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfislausnum
  • Klappir Grænar Lausnir hf. – sérhæfa sig í gerð hugbúnaðarlausna á sviði umhverfis- og loftslagsmála

Sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar eru mikilvægir þættir til að tryggja langtíma rekstur og ávöxtun lífeyrissjóða. Ávinningurinn af því að samþætta UFS-þætti í fjárfestingarákvarðanir er verulegur þar sem þessi sjónarmið geta bætt ávöxtun en um leið dregið úr langtímaáhættu. Að auki geta lífeyrissjóðir, sem gæta fjáreigna heilu kynslóða, haft jákvæð áhrif á hegðun fyrirtækja og stuðlað að starfsháttum sem hafa góð áhrif á umhverfið, samfélagið og stjórnarhætti fyrirtækja. Nauðsynlegt er að sjálfbærnistefna sé í jafnvægi við skyldur sjóðsins til að vernda hagsmuni sjóðfélaga, tryggja varfærnar fjárfestingar og skila nauðsynlegri ávöxtun til framtíðar.

Áskoranir við samþættingu UFS-þátta í fjárfestingastefnu lífeyrissjóða felur meðal annars í sér að taka tillit til reglugerða og laga sem gilda um sjóðina en miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og sífellt bætast við nýjar kröfur. Kostirnir eru hins vegar margir, til dæmis möguleikar á bættri áhættuleiðréttri ávöxtun og að stuðla að sjálfbærri framtíð, og ríkar ástæður fyrir lífeyrissjóðinn að huga að þessum þáttum í fjárfestingarstefnu sinni.

Lífeyrissjóðir geta haft jákvæð áhrif á hegðun fyrirtækja og stuðlað að starfsháttum sem hafa góð áhrif á umhverfið, samfélagið og stjórnarhætti fyrirtækja

Hluthafastefna

Sjóðurinn er langtímafjárfestir og hluthafastefna hans endurspeglar áherslur um góða og ábyrga stjórnarhætti. Sjóðurinn telur mikilvægt að félög sem skráð eru á hlutabréfamarkað framfylgi og viðhaldi góðum stjórnarháttum og upplýsi um stefnu sína er varðar starfskjör, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Sjóðurinn hefur sett sér viðmið um nýtingu atkvæðisréttar og birtir á vefsíðu upplýsingar um ráðstöfun atkvæða í félögum sem skráð eru í Kauphöllinni.

Sjóðurinn er langtímafjárfestir og hluthafastefna hans endurspeglar áherslur um góða og ábyrga stjórnarhætti

NasdaqStjórnarhættir
S2Bannar sjóðurinn forstjóra að sinna stjórnarformennsku?
S2Hlutfall óháðra stjórnarmanna í prósentum.100%
S3Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?Nei
S5Ber birgjum að fylgja siðareglum?Nei
S6Fylgir sjóðurinn stefnu um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu?
S6Hlutfall starfsmanna sem hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni?100%
S7Framfylgir sjóðurinn stefnu um persónuvernd?
S7Hefur sjóðurinn hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
S8Gefur sjóðurinn út sjálfbærniskýrslu?
S8Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda?Nei
S9Veitir sjóðurinn upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?Nei
S9Leggur sjóðurinn áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?
S9Setur sjóðurinn markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ?
S10Er upplýsingagjöf sjóðsins um sjálfbærni árituð eða endurskoðuð af þriðja aðila?Nei