Lán
Við veitum fasteignaveðtryggð lán til félaga í Brú og Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Sjóðurinn veitir fasteignaveðtryggð lán til íbúðakaupa, viðhalds á húsnæði eða endurfjármögnunar. Sjóðurinn leggur sig fram um að vinna hratt og vel úr lánsumsóknum og hafa sjóðfélagar verið ánægðir með þá þjónustu.
Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir lánum aukist til muna
Veðskuldabréf
Sjóðurinn veitir verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum og óverðtryggð viðbótarlán.
Ný lán tilheyra eignasafni A og V deildar sem útskýrir samdrátt í veðskuldabréfaeign B deildar.
Lykilhlutföll
Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir lánum aukist til muna og telja þau í dag um 34,9% af skuldabréfaeign sjóðsins og 17,4% af hreinni eign, samanborið við 18,6% og 12,2% árið 2019.
Sjóðfélagar eru afar skilvísir og eru 90 daga vanskil vart mælanleg sem hlutfall af hreinni eign til greiðslu lífeyris.
Skilvísi sjóðfélaga er mikil en vanskil hækka á milli ára
Verðtryggingarhlutfall
Óverðtryggð lán hafa síðastliðin fimm ár verið í kringum 34,7-45,5% af veðskuldabréfum sjóðsins.
Lán til sjóðfélaga
Við erum stolt af því að geta veitt sjóðfélögum okkar lán á samkeppnishæfum lánakjörum.
Lántakendur
Stærsti hluti lántaka er á aldrinum 40-49 ára.
Fasteignaveð
Fasteignaveð á höfuðborgarsvæðinu eru 78,8% af heildarveðum sjóðsins.