Forsíða
3.5 Stærðir sjóðsins

Líf­eyr­ir

Sjóðfélagar afla sér réttinda til eftirlauna sem og makalífeyris, barnalífeyris og örorkulífeyris með greiðslu iðgjalda.

Deildir Brúar lífeyrissjóðs

Sjóðfélögum í A og V deild er heimilt að hefja töku eftirlauna á milli 60 og 80 ára aldurs.

Sjóðfélagar B deildar sem eru orðnir 65 ára og hafa látið af störfum hjá sveitarfélagi eða stofnunum þess geta hafið töku lífeyris. Lífeyristaka getur hafist fyrr ef sjóðfélagi hefur náð 95 ára reglunni.

A deildaðild starfsfólks sveitarfélaga
V deilder öllum opin
B deildsjö réttindasöfn lokaðra lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslur

eftir deildum árið 2023

Meðalaldur

Meðalaldur lífeyrisþega eftir tegund lífeyris árið 2023.

Eftirlaunaþegar73,6ára
Örorkulífeyrisþegar54,0ára
Makalífeyrisþegar68,4ára
Barnalífeyrisþegar13,4ára

Tegund lífeyris

Ellilífeyrir er greiddur til æviloka í öllum deildum.

Makalífeyrir í A deild er greiddur til fimm ára eða þar til yngsta barn nær 22 ára aldri. Í V deild er makalífeyrir greiddur til tveggja ára eða þar til yngsta barn nær 18 ára aldri. Í B deild greiðist makalífeyrir ævilangt.

Barnalífeyrir er greiddur uns barn verður 22 ára í A deild en 18 ára í V og B deild.

Örorkulífeyrir tekur mið af áunnum réttindum og miðast að lágmarki við 40% örorkumat í A deild, 50% örorkumat í V deild og 10% örorkumat í B deild.

Eftirlaun eru greidd til æviloka í öllum deildum

Fjöldi lífeyrisþega á árinu

eftir tegund lífeyris

Lífeyrisþegar sem fá greiddan ellilífeyri eru 66,2% af heildarfjölda lífeyrisþega og hefur hlutfallið haldist nokkuð óbreytt undanfarin ár.

Fæðingarár lífeyrisþega
A deild

fjöldi á árinu

Fæðingarár lífeyrisþega
V deild

fjöldi á árinu

Fæðingarár lífeyrisþega
B deild

fjöldi á árinu
*Fáir barnalífeyrisþegar eru í B deild.